Barónsstígur Embætti landlæknis leigði í gömlu heilsuverndarstöðinni.
Barónsstígur Embætti landlæknis leigði í gömlu heilsuverndarstöðinni.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is „Af því við erum ekki eigendur hússins mun ég ekki tjá mig um ástand þess,“ segir Alma D.

Jón Birgir Eiríksson

jbe@mbl.is

„Af því við erum ekki eigendur hússins mun ég ekki tjá mig um ástand þess,“ segir Alma D. Möller landlæknir, spurð út í myglu í húsnæði embættis landlæknis við Barónsstíg og flutninga, en auglýst hefur verið eftir nýju húsnæði til leigu.

Óháður matsmaður lauk við úttekt á ástandi húsnæðisins fyrir um tveimur vikum og að sögn Ölmu var ákvörðun tekin um flutninga í kjölfarið og leigusamningi til ársins 2026 rift á grundvelli 1. og 3. tl. 60. gr. húsaleigulaga. Riftunin er þannig byggð á því að leigusali hafi ekki bætt úr annmörkum á hinu leigða húsnæði og því að húsnæðið hafi spillst þannig [...] að það nýtist eigi lengur til fyrirhugaðra nota eða teljist heilsuspillandi að mati heilbrigðisyfirvalda. Áður höfðu landlæknisembættið og húseigandi látið skoða húsnæðið í sitthvoru lagi, en niðurstöður úttektanna stönguðust á. Því var ákveðið að fá óháðan aðila.

Þorsteinn Steingrímsson húseigandi sagði á vef RÚV að myglu og skemmdir í húsinu væri að rekja til sóðaskapar og vanrækslu landlæknisembættisins. Þessu hafnar landlæknir. „Það er mjög skýrt í skýrslu matsmanns að þetta hefur ekkert með okkur að gera,“ segir Alma.