Reykjavíkurskákmótið sett Reykjavíkurskákmótið sett
Reykjavíkurskákmótið sett Reykjavíkurskákmótið sett — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stærsti skákviðburður ársins, Reykjavíkurskákmótið, hófst í gær í Hörpu en um 250 skákmenn munu etja kappi í tónlistarhúsinu fram til 16. apríl.
Stærsti skákviðburður ársins, Reykjavíkurskákmótið, hófst í gær í Hörpu en um 250 skákmenn munu etja kappi í tónlistarhúsinu fram til 16. apríl. Skákundrabörn eru áberandi á mótinu í ár en á meðal keppenda er yngsti stórmeistari heims, hinn 12 ára Dommaraju Gukesh frá Indlandi, og er þriðji stigahæsti keppandi mótsins aðeins 16 ára gamall, Íraninn Alireza Firouzja. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, lék fyrsta leikinn við setningu mótsins, fyrir hönd stigahæsta keppandans, enska stórmeistarans Gawains Jones. Í ávarpi á opnunarathöfninni lýsti hún ánægju yfir því að alþjóðaskáksambandið, FIDE, væri tilbúið að styðja við skákkennslu í skólum hérlendis. 6