„Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun.

„Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun. Við höfum óskað eftir fjölda lóða hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar því við þurfum að byggja upp húsnæði fyrir á annað hundrað fatlaða einstaklinga á næstu 10 árum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Kurr er meðal íbúa Seljahverfis í Breiðholti vegna fyrirhugaðrar byggingar íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Hagaseli.

Þegar hafa 800 manns skrifað undir mótmælalista gegn íbúðakjarna fyrir fólk í þjónustuflokki III. Frestur til að senda inn athugasemdir er til 16. apríl.