Upptaka Mókrókar eru á leið í hljóðver.
Upptaka Mókrókar eru á leið í hljóðver.
Tríóið Mókrókar kemur fram á Jazzkvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Tríóið skipa Benjamín Gísli Einarsson á píanó, hljómborð og hljóðgervla, Þorkell Ragnar Grétarsson á rafgítar og Þórir Hólm Jónsson á trommur.
Tríóið Mókrókar kemur fram á Jazzkvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Tríóið skipa Benjamín Gísli Einarsson á píanó, hljómborð og hljóðgervla, Þorkell Ragnar Grétarsson á rafgítar og Þórir Hólm Jónsson á trommur. Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum tónleikanna leikur tríóið frumsamda músík í opnum útsetningum með mikla áherslu á frjálsan spuna. Mókrókar hafa komið fram á ýmsum tónlistarviðburðum bæði hérlendis og erlendis síðastliðið ár, m.a. á DølaJazz 2018 í Noregi. Tríóið er á leið í hljóðver í maí og stefnir á að gefa út sína fyrstu plötu í sumar. Tónlistarflutningur hefst kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Kex hostel er við Skúlagötu 28.