Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Guðni Th.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tekur síðdegis í dag þátt í pallborðsumræðum á norðurslóðaráðstefnu, International Arctic Forum, í Pétursborg í Rússlandi ásamt Vladimír Pútín, forseta Rússlands, Sauli Niinistö, forseta Finnlands, Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Málstofan ber yfirskriftina „Norðurslóðir – hafsjór tækifæra“, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu forsetans.

Á morgun mun Guðni eiga fund með Pútín, en þann fund situr einnig Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Dagskrá forseta Íslands í fyrramálið hefst með heimsókn í Ríkisháskólann í Pétursborg. Hann mun eiga fund með rektor og flytja síðan opinberan fyrirlestur sem ber heitið „Við mótmælum öll! Fjölbreytni, gagnrýni og frelsi sem kjarni sagnfræðirannsókna“.