Arion banki hækkaði um 4,23% í 666 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll í gær. Langmest var velta með bréf Haga eða 1.397 milljónir. Haggaðist gengi bréfa félagsins þó lítið, hækkaði um 0,34%.

Arion banki hækkaði um 4,23% í 666 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll í gær. Langmest var velta með bréf Haga eða 1.397 milljónir. Haggaðist gengi bréfa félagsins þó lítið, hækkaði um 0,34%. Velta með bréf símans nam 618 milljónum króna og hækkuðu bréf félagsins um 1,74%. Marel hækkaði um 1,95% í 271 milljónar króna viðskiptum og Festi hækkaði um 1,28% í 30 milljóna króna viðskiptum.

Icelandair Group lækkaði um 1,8% í 167 milljóna viðskiptum. Aðeins eitt annað félag lækkaði í Kauphöll í gær. Það var fasteignafélagið Reitir. Gengi þess seig um 0,13% í 326 milljóna viðskiptum.