Karim Benzema
Karim Benzema
Vonir Real Madrid um að ná öðru sæti spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu af nágrönnum sínum í Atlético minnkuðu enn í gærkvöld þegar stórveldið mátti sætta sig við jafntefli gegn Leganés á útivelli, 1:1.

Vonir Real Madrid um að ná öðru sæti spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu af nágrönnum sínum í Atlético minnkuðu enn í gærkvöld þegar stórveldið mátti sætta sig við jafntefli gegn Leganés á útivelli, 1:1.

Leganés, sem er frá samnefndri borg í útjaðri Madrídar, náði forystunni á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Jonathan Silva, bakverði frá Argentínu. Karim Benzema náði að jafna fyrir Real á sjöttu mínútu síðari hálfleiks og þar við sat.

Real Madrid er þá með 61 stig í þriðja sætinu en Barcelona er með 74 stig á toppnum og Atlético Madrid 65 stig í öðru sæti þegar sex umferðum er ólokið. Leganés siglir lygnan sjó um miðja deild og er í 11. sæti. Það er langbesta staða liðsins frá upphafi en það leikur aðeins sitt þriðja ár í sögunni í 1. deildinni.