Skrítnustu upplýsingar síðustu vikna um orkupakkamálið voru þær, að spjall íslenskra yfirvalda við einn af kommissörum ESB hefði einungis verið innantómt hjal, að vísu uppáskrifað.

Skrítnustu upplýsingar síðustu vikna um orkupakkamálið voru þær, að spjall íslenskra yfirvalda við einn af kommissörum ESB hefði einungis verið innantómt hjal, að vísu uppáskrifað.

Í því spjalli varð enginn vendipunktur, eins og gefið var til kynna.

Fundargerð staðfesti að þetta var spjall um ekki neitt og hlaut því að taka tíma. Ekki minnst á fyrirvara sem ráðherrar sögðu þjóðinni að breyttu málinu.

Nú er látið í veðri vaka að fyrirvararnir verði síðar dregnir upp úr hatti og breyti þá málinu.

Þessir skrítnu vitnisburðir um vonda samvisku hafa síðar verið kallaðir „lofsverðar blekkingar“.

Það hafi verið lofsvert framtak að blekkja þingflokk Sjálfstæðisflokksins með endaleysu og hetjudáð og bíræfni að fá hann til að gleypa svo ólystugt agn.

Kenningasmiðurinn sá réð þó ekki við að kalla það lofsvert af öflugasta þingflokki landsins að láta fara svona með sig.

Þingflokkurinn stendur óneitanlega laskaður eftir. Deilan snýst þó eingöngu um það hvort málið sé stórhættulegt fyrir Ísland eða bara vita gagnslaust fyrir Ísland!