Sólveig Arnarsdóttir
Sólveig Arnarsdóttir
Sólveig Arnarsdóttir leikkona hefur verið ráðin á fastan samning við Volksbühne-leikhúsið í Berlín.
Sólveig Arnarsdóttir leikkona hefur verið ráðin á fastan samning við Volksbühne-leikhúsið í Berlín. „Hún mun hefja störf þar strax í vor og leika í opnunarsýningunni Ódysseifskviðu Hómers sem frumsýnd verður um miðjan september,“ segir í tilkynningu. Þar er minnt á að Volksbühne sé eitt þekktasta og virtasta leikhús Þýskalands og hafi löngum þótt stefnumarkandi í fjölbreyttum leikhúsheimi Berlínar. Sólveig nam við Ernst Busch-leiklistarháskólann í Berlín. Í Þýskalandi hefur hún leikið í á fimmta tug sjónvarps- og kvikmynda. Hún var fastráðin við Borgarleikhúsið í Wiesbaden í þrjú ár og lék á þeim tíma 14 aðalhlutverk.