— Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
„Íslenskur sjávarútvegur hefur mjög sterka sögu að segja, við þurfum bara að segja hana með enn sterkari hætti,“ segir Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sem rætt er við á síðu 12 í blaðinu.

„Íslenskur sjávarútvegur hefur mjög sterka sögu að segja, við þurfum bara að segja hana með enn sterkari hætti,“ segir Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sem rætt er við á síðu 12 í blaðinu. Ljóst er að sögn Péturs að neytendur virðast líklegir til að taka íslenska vöru fram yfir vöru frá öðrum löndum. Hins vegar standa Íslendingar frammi fyrir ýmsum áskorunum sem aðrar þjóðir þurfa ekki að eiga við í sama mæli, til að mynda hvað varðar flutning sjávarafurða frá landinu og á markaði. Brotthvarf lággjaldaflugfélagsins WOW air varpaði ekki síst ljósi á þetta. Fjallað er um þessar áskoranir á síðu 8 í blaðinu en einnig á síðu 14, þar sem rætt er við Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóra DB Schenker á Íslandi.

Segir hann að þegar skoðaður er flutningstími og verð þá séu Íslendingar undir í samkeppninni miðað við nágrannalöndin. Þetta og margt fleira í þessu nýjasta sjávarútvegsblaði 200 mílna.