Vergur gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nam 765 milljörðum króna í lok marsmánaðar og hækkaði um 12,8 milljarða milli mánaða. Hreinn gjaldeyrisforði , þ.e.
Vergur gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands nam 765 milljörðum króna í lok marsmánaðar og hækkaði um 12,8 milljarða milli mánaða. Hreinn gjaldeyrisforði , þ.e. erlendar eignir að frádregnum erlendum skammtímaskuldum, nam 764,9 milljörðum króna, samanborið við 751,6 milljarða í lok febrúar. Nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs fyrir komandi 12 mánuði eru áætlaðar 64 milljónir króna miðað við lok mars, samanborið við 650 milljónir króna miðað við lok febrúar.