Mark Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum í gærkvöld.
Mark Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum í gærkvöld. — Ljósmynd/@Hammarbyfotboll
Viðar Örn Kjartansson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Hammarby þegar liðið tapaði, 2:1, fyrir Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Viðar Örn skoraði mark Hammarby á 18. mínútu þegar hann jafnaði metin, í 1:1.

Viðar Örn Kjartansson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Hammarby þegar liðið tapaði, 2:1, fyrir Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Viðar Örn skoraði mark Hammarby á 18. mínútu þegar hann jafnaði metin, í 1:1.

Andri Rúnar Bjarnason var ekki með Helsingborg vegna meiðsla.

Hammarby hefur ekki farið vel af stað í deildinni og aðeins gert tvö jafntefli og tapað einu sinni. Helsingborg, sem er nýliði í deildinni, er með tvo sigra og eitt tap og er liðið í þriðja sæti. iben@mbl.is