Sumarballaða Úr hinu nýja myndbandsverki Ragnars Kjartanssonar.
Sumarballaða Úr hinu nýja myndbandsverki Ragnars Kjartanssonar. — Birt með leyfi galleríanna Luhring Augustine og i8
Hið nýja myndbandsverk Ragnars Kjartanssonar, Dauðinn er annarsstaðar , sem verður frumsýnt í Metropolitan-safninu í New York 30. maí næstkomandi, verður á sjö skjám og er 77 mínútna langt. Verður það sýnt í safninu í allt sumar, til 2. september.

Hið nýja myndbandsverk Ragnars Kjartanssonar, Dauðinn er annarsstaðar , sem verður frumsýnt í Metropolitan-safninu í New York 30. maí næstkomandi, verður á sjö skjám og er 77 mínútna langt. Verður það sýnt í safninu í allt sumar, til 2. september.

Í tilkynningu frá Metropolitan segir að tvennir tvíburar leiki og syngi í verkinu, listamenn sem áður hafa starfað með Ragnari, þær Kristín Anna og Gyða Valtýsdætur, sem áður voru í hljómsveitinni múm, og Aaron og Bryan Dessner sem eru í hinni þekktu hljómsveit The National. Í tilkynningunni segir að ungu pörin gangi í kringum áhorfendur og syngi ballöðu með ástarþema í ægifögru landslagi og veki verkið hugmyndir um rómantískar klisjur en að auki bætist við ákveðin írónía og absúrdismi.

Fram kemur að myndbandsverkið hafi verið kvikmyndað á bjartri sumarnóttu, skömmu eftir sumarsólstöður, nærri Lakagígum.

Ragnar er sagður einn fremsti gjörninga- og myndbandslistamaður sinnar kynslóðar og er sýningin á þessu nýja verki kynnt sem mikilsverður þáttur í bættri framsetningu framúrskarandi samtímalistar í Metropolitan-safninu.