Kosningu er lokið í sex aðildarfélögum Landssambands íslenskra verslunarmanna um nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda, svokallaðan lífskjarasamning. Á kjörskrá um samning VR og SA voru 34.070 og greiddu 7.

Kosningu er lokið í sex aðildarfélögum Landssambands íslenskra verslunarmanna um nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda, svokallaðan lífskjarasamning. Á kjörskrá um samning VR og SA voru 34.070 og greiddu 7.104 atkvæði, eða 20,85%.

„Þetta er mjög ásættanleg niðurstaða. Það er stígandi í þátttöku innan félagsins,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is.

Kosingaþátttaka hjá Framsýn stéttarfélagi var 10,58% en hjá Verkalýðsfélagi Þórshafnar var hún 60%. Hjá Stéttarfélaginu Samstöðu var þátttakan 18,31% en hjá Verslunarmannafélagi Skagfirðinga var hún 16,67%.

Síðustu kosningum innan LÍV lýkur 23. apríl næstkomandi.

Niðurstöður kosninganna verða kynntar 24. apríl.