Fundur Bakland iðnaðarmanna kom saman til fundar í gær og Kristján ávarpaði hópinn. Næsti fundur með SA hjá ríkissáttasemjara er á morgun.
Fundur Bakland iðnaðarmanna kom saman til fundar í gær og Kristján ávarpaði hópinn. Næsti fundur með SA hjá ríkissáttasemjara er á morgun. — Morgunblaðið/Hari
Magnús Heimir Jónasson Anna Lilja Þórisdóttir „Það er orðið augljóst að það gætir mikils pirrings í baklandinu að vera ekki komin lengra með samninga,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, eftir fund með fólki...

Magnús Heimir Jónasson

Anna Lilja Þórisdóttir

„Það er orðið augljóst að það gætir mikils pirrings í baklandinu að vera ekki komin lengra með samninga,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, eftir fund með fólki í baklandi samflots iðnaðarmanna síðdegis í gær. Hann sagði lítið að frétta eftir fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í gær. „Það þokaðist ekkert áfram hjá okkur.“

Spurður um hvort pirringur í baklandinu sé til þess fallinn að auka líkurnar á að það verði farið í aðgerðir, segir Kristján það líklegt.

„Auðvitað, ef menn fara ekki að ná að semja sem fyrst þá mun það þýða það að menn fari í einhverjar aðgerðir. Markmið okkar er auðvitað að ná samningum en við munum grípa til einhverra aðgerða ef ekkert fer að breytast.“ Spurður hvað það sé sem skilur samningsaðilana að segir Kristján það vera voðalega erfitt að segja. „Þetta er fljótt að gerast þegar menn setjast niður og vinna almennilega. Það þarf ekkert að vera svo svakalega langt bil á milli manna.“

Skipta aðalkröfum í þrennt

Kröfur iðnaðarmanna snúast aðallega um þrennt; aukinn kaupmátt launa, styttingu vinnuvikunnar og breytingar á tilteknum ákvæðum kjarasamninga, en nokkrir veikleikar hafi komið fram í túlkun samninganna. Spurður um nánari útlistun á kröfunum, segir Kristján þær vera trúnaðarmál, en ljóst sé að laun þurfi að hækka meira en verðlag.