Skóli Stoðdeild verður í Háaleitisskóla.
Skóli Stoðdeild verður í Háaleitisskóla.
Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um stofnun stoðdeildar vegna móttöku barna í leit að alþjóðlegri vernd sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í grunnskólum Reykjavíkur.

Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um stofnun stoðdeildar vegna móttöku barna í leit að alþjóðlegri vernd sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í grunnskólum Reykjavíkur. Hingað til hafa börn í þessum hópi dreifst á 12 skóla víðsvegar um borgina.

Deildin verður starfrækt við Háaleitisskóla – Álftamýri frá og með næsta skólaári og verður fyrir börn í 3.-10. bekk. Rík áhersla er lögð á að nemendur verði þar tímabundið á meðan unnið er að mati á námslegri stöðu þeirra og hlúð að félagslegum og sálrænum þáttum þeirra eftir bestu getu. Nemendur munu jafnframt taka þátt í starfi við frístundamiðstöðina Kringlumýri og öðru íþrótta- og frístundastarfi í hverfinu.

Búseta nemenda sem sækja munu nám í stoðdeildinni er víðsvegar í Reykjavík og verða samgöngur tryggðar fyrir þau í og úr skóla meðan þau stunda nám í stoðdeildinni,“ segir í tilkynningunni.