Fimleikar Pierre-Emerick Aubameyang fagnaði marki sínu með tilþrifum.
Fimleikar Pierre-Emerick Aubameyang fagnaði marki sínu með tilþrifum. — AFP
Arsenal styrkti stöðu sína í hörðum slag um sæti í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld með útisigri gegn Watford, 1:0. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmarkið strax á 10.

Arsenal styrkti stöðu sína í hörðum slag um sæti í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld með útisigri gegn Watford, 1:0.

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmarkið strax á 10. mínútu eftir mikil mistök Ben Foster í marki Watford en hann skaut boltanum í Gabonmanninn og þaðan hrökk hann í netið.

Mínútu síðar fékk Troy Deeney, fyrirliði Watford, rauða spjaldið fyrir að gefa Shkrodan Mustafi, varnarmanni Arsenal, olnbogaskot í andlitið. Watford var því manni færri í rúmar 80 mínútur en gerði samt oft harða hríð að marki Arsenal.

Lið Arsenal stendur ágætlega að vígi í slagnum um þriðja og fjórða sætið. Liðið er skrefi á undan Chelsea og Manchester United og á eina þægilegustu leikjadagskrána framundan. Arsenal mætir Crystal Palace, Wolves, Leicester, Brighton og Burnley á lokasprettinum. vs@mbl.is