— AFP
Vísindamenn við Háskólann í Tel Aviv sýndu í gær þrívíddarprentað hjarta sem innihélt mannlegan vef og æðar. Sögðu þeir hjartað, sem er á stærð við hjörtu í kanínum, vera hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Vísindamenn við Háskólann í Tel Aviv sýndu í gær þrívíddarprentað hjarta sem innihélt mannlegan vef og æðar. Sögðu þeir hjartað, sem er á stærð við hjörtu í kanínum, vera hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Er það von þeirra að aðferðin muni í framtíðinni nýtast til þess að framleiða hjörtu sem hægt verður að græða í menn, en enn er langt í land áður en sá möguleiki verður fyrir hendi.