Góður Ómar Ingi Magnússon fór á kostum með liði Aalborg í gær.
Góður Ómar Ingi Magnússon fór á kostum með liði Aalborg í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon átti sannkallaðan stjörnuleik með Aalborg þegar liðið hafði betur gegn SønderjyskE á útivelli 30:22 í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær.

Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon átti sannkallaðan stjörnuleik með Aalborg þegar liðið hafði betur gegn SønderjyskE á útivelli 30:22 í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Ómar Ingi var markahæstur allra á vellinum með 9 mörk og kom aðeins eitt þeirra úr vítakasti. Þá gaf hann fimm stoðsendingar í leiknum en Ómar átti flestar stoðsendingar allra í deildarkepnninni. Janus Daði Smárason skoraði 3 mörk fyrir liðið. gummih@mbl.is