Barokkverkið Stabat Mater eftir Giovanni Battista Pergolesi verður flutt í Mosfellskirkju á morgun, föstudaginn langa, kl. 17.
Barokkverkið Stabat Mater eftir Giovanni Battista Pergolesi verður flutt í Mosfellskirkju á morgun, föstudaginn langa, kl. 17. Þórður Sigurðarson organisti Lágafellskirkju leikur á orgel og með honum syngja Erla Dóra Vogler mezzósópran og Lilja Guðmundsdóttir sópran. Verkið var upphaflega samið fyrir sópran, alt og litla strengjasveit. Tónsmíðin þykir eitt af höfuðverkum kirkjulegra tónsmíða. Aðgangur er ókeypis.