Önnur áætlun. A-Allir Norður &spade;D954 &heart;ÁK4 ⋄ÁD &klubs;DG87 Vestur Austur &spade;1073 &spade;KG962 &heart;108762 &heart;D ⋄3 ⋄G1087 &klubs;K1092 &klubs;543 Suður &spade;Á &heart;G953 ⋄K96542 &klubs;Á6 Suður spilar 6⋄.

Önnur áætlun. A-Allir

Norður
D954
ÁK4
ÁD
DG87

Vestur Austur
1073 KG962
108762 D
3 G1087
K1092 543

Suður
Á
G953
K96542
Á6

Suður spilar 6.

Kínverjinn Linlin Hu var óheppinn með útspilið gegn 6 – kom út með 10. Þetta var í úrslitaleik Brosbikarsins, í upphafi þriðju og síðustu lotunnar. Staðan eftir tvær lotur: Lavazza 66, Kína 69.

Hvíthærða goðið Norberto Bocchi var við stýrið og fór svolítið úr einu í annað. Átti fyrsta slaginn á D, lagði niður trompás, tók Á, spilaði tígli á drottningu og sá leguna. Spilaði laufi heim á ás, tók K (henti spaða), prófaði svo Á og drottningin kom siglandi. Tími til að staldra við.

Eftir nokkra íhugun spilaði Bocchi G úr borði og trompaði þegar austur fylgdi átakalaust með smáspili. Sendi austur svo inn á tromp og henti síðasta laufinu í borði. Skrýtið, því ef hann heldur í laufið þvingast vestur sjálfkrafa í mjúku litunum. En Bocchi hafði aðra áætlun – hann henti einfaldlega hjarta heima þegar austur spilaði tilneyddur spaða frá kóngnum. Það dugði líka.