— Ljósmynd/Ágúst Atlason
Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði.

Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði.

Keppt var í hefðbundinni skíðagöngu í tveimur flokkum, þar sem annars vegar krakkar undir ellefu ára aldri og hins vegar þeir sem voru tólf ára og eldri öttu kappi.

Skíðavikan stendur fram yfir páska og verður ógrynni viðburða fyrir gesti og gangandi. Vikan er löngu orðin ómissandi í félagslífi Vestfjarða, en hún var fyrst haldin árið 1935.