Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line fengu í gær undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu um að fyrirtækjunum sé heimilt að hefja samstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskipi.

Eimskip og grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line fengu í gær undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu um að fyrirtækjunum sé heimilt að hefja samstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskipi.

Þá segir að í tengslum við fyrirhugað samstarf séu Eimskip og Royal Arctic Line með í smíðum þrjú 2.150 gámaeininga skip sem gert er ráð fyrir að verði komin í rekstur undir lok þessa árs. Tvö af skipunum verða í eigu Eimskips og Royal Arctic Line mun eiga eitt. Skipin verða notuð í vikulegum siglingum á milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Skandinavíu.

Nýju skipin verða stærstu gámaskip sem Eimskip hefur haft í sinni þjónustu.