Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir opnar myndlistarsýningu hjá Ottó á Höfn í Hornafirði á morgun, föstudaginn langa, kl. 14. „Þórunn sækir í verkum sínum efniðvið í fortíðina.
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir opnar myndlistarsýningu hjá Ottó á Höfn í Hornafirði á morgun, föstudaginn langa, kl. 14. „Þórunn sækir í verkum sínum efniðvið í fortíðina. Áhugi hennar á íslenskri alþýðumenningu, einkum menningu og handverkshefð kvenna skipar mikilvægan sess í list hennar. Þórunn hefur þróað persónulegan stíl og í verkum sínum endurskoðar, endurraðar og endursmíðar hún úr efniviði sem fyrir öðrum er ónýtt rusl eða svo heilagt að vart má fara um hann höndum,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að sýningin sé annar hluti sýningaraðarinnar Argintætur í myndlist. „Með sýningunni er tekinn upp þráðurinn frá 2015, þá sýndu Ásta Ólafsdóttir, Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Margrét Jónsdóttir og Rúna Þorkelsdóttir í Menningarhúsinu Iðnó. Þar störfuðu Auður Mikaelsdóttir listfræðingur og framreiðslumeistari og Andrés Bragason matreiðslumeistari, sem nú hafa flutt sig um set og starfrækja Ottó á Höfn.“