[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sigrún Sturludóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 18. apríl 1929 og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi og við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði.

Sigrún Sturludóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 18. apríl 1929 og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi og við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði.

Sigrún og eiginmaður hennar, Þórhallur Halldórsson, bjuggu á Suðureyri til ársins 1971 er þau fluttu til Reykjavíkur. Sigrún hefur miklar taugar til æskustöðvanna og fer til Súgandafjarðar nánast á hverju sumri. Á Suðureyri var Sigrún mjög virk í félagsmálum, hún var m.a. í stjórn kvenfélagsins Ársólar og hélt uppi öflugu starfi í Barnastúkunni Vísi no. 71 í fjölda ára. Hún var öflugur liðsmaður í leikfélaginu á staðnum og tók þátt í fjölmörgum leiksýningum.

Eftir að þau hjón fluttu til Reykjavíkur vann Sigrún ýmis skrifstofustörf og um tíma rak hún verslunina Sif á Laugaveginum ásamt vinkonu sinni. Síðustu starfsár sín var hún kirkjuvörður í Bústaðakirkju. Eftir að Sigrún flutti til Reykjavíkur sinnti hún félagsmálum af miklum dugnaði. Hún var m.a. um tíma í stjórn Póstmannafélagsins, sat í stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík og í stjórn Kvenfélagasambands Íslands. Hún var í Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík og sá um orlofsdvöl húsmæðra í mörg ár m.a. á Hvanneyri í Borgarfirði og á Hrafnagili í Eyjafirði. Sigrún var öflugur liðsmaður í starfi IOGT og sat m.a. í áfengisvarnarráði. Hún var einnig mjög virk í starfi Kvenfélags Bústaðasóknar, sat þar í stjórn og var formaður um tíma.

Sigrún hefur alla tíð verið mikil framsóknarkona og öflug í starfi flokksins. Hún sat í stjórn Félags framsóknarkvenna um árabil og einnig í stjórn Landssambands framsóknarkvenna (LFK) og var fyrsti formaður þess. Sigrún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín að félagsmálum og árið 2006 sæmdi þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson hana heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að félagsmálum.

Sigrún hefur alltaf verið mikil hannyrðakona og hefur mikla ánægju af lestri bóka. Einnig nýtur hún þess að fá fjölskyldu og vini í heimsókn.

Fjölskylda

Sigrún giftist 17.4. 1949 Þórhalli Halldórssyni, verkstjóra og sveitarstjóra, f. 21.10. 1918, d. 23.4. 2015. Hann var sonur hjónanna Halldórs Jónssonar, bónda á Arngerðareyri við Ísafjaðardjúp og Steinunnar Jónsdóttur húsfreyju.

Börn Sigrúnar og Þórhalls eru 1) Inga Lára, f. 1.9.1949, maki hennar er Elvar Bæringsson, bús. í Noregi. Börn a) Sigrún Arna, hún á fjögur börn, maki: Steingrímur Þorgeirsson. b) Þóra Björk, maki: Bjarki Þ. Jónsson, þau eiga tvö börn. c) Hrafnhildur Ýr, maki: Sigurður P. Ólafsson, þau eiga eitt barn. 2) Sóley Halla, f. 11.7. 1953, fv. skólastjóri, maki hennar er Kristján Pálsson, fv. alþingismaður, bús. í Kópavogi. Börn a) Hallgerður Lind, maki: Magnús Þórarinsson, þau eiga þrjú börn. b) Sigrún, maki: Guðmundur Arnar Sigmundsson, þau eiga þrjá syni. Börn Kristjáns og Aðalheiðar Jóhannesdóttur eru a) Arndís, hún á tvo syni, maki: Ingólfur Ásgeirsson. b) Ólöf, hún á tvær dætur, maki: Dave Meadows. 3) Auður, f. 28.5. 1958, mannauðsstjóri, maki hennar er Siggeir Siggeirsson tæknimaður, bús. í Kópavogi. Börn a) Sigríður Rún, maki: Hlynur Gylfason, þau eiga þrjá syni. b) Þórhallur. c) Vilhjálmur, maki: Edda Sif Pálsdóttir. 4) Steinunn, f. 16.10. 1966, ritari, maki hennar, Einar Þór Einarsson, lést árið 2014, bús. í Kópavogi. Börn: a) Steinar Þór. b) Fannar Þór. Barn Einars Þórs og Stellu Hafsteinsdóttur a) Ágústa Ósk, maki: Einar H. Jónsson, þau eiga þrjú börn. Dætur Þórhalls og Ásthildar Pálsdóttur eru: 1) Björg, f. 1.6. 1949, maki hennar er Gunnbjörn Ólafsson, bús. í Reykjavík. Barn: a) Drífa, maki: Guðjón Ö. Þorsteinsson, þau eiga eitt barn. Börn Bjargar og Gunnars Garðarssonar: a) Ásgeir, maki: María Jensdóttir, þau eiga þrjú börn. b) Kristín Sif, maki: Ólafur P. Rafnsson, þau eiga þrjú börn. 2) Bryndís, f. 1.6. 1949, fv. bókari, maki hennar er Vilbergur Stefánsson, fv. netagerðarmaður, bús. á Stöðvarfirði. Börn hennar og Bergþórs Hávarðarsonar eru a) Ragnheiður Bergdís, maki: Þórarinn Jakobsson, þau eiga tvö börn. b) Páll Björgvin, maki: Rebeca Aquado Primo, þau eiga eitt barn. c) Kjartan Hávarður, maki: Svanhvít Ingibergsdóttir.

Systkini Sigrúnar eru Eva Sturludóttir, f. 7.9. 1927, fv. bankastarfsmaður, búsett í Reykjavík, Kristín Sturludóttir, f. 30.6. 1930, húsmóðir, búsett í Reykjavík, Jón Sturluson, f. 21.10. 1932, rafvirkjameistari, búsettur í Reykjavík og Eðvarð Sturluson, f. 23.3. 1937, fv. bifreiðastjóri á Suðureyri og oddviti, búsettur í Hafnarfirði.

Foreldrar Sigrúnar voru hjónin Sturla Jónsson, f. 24.8. 1902, d. 2.10. 1996, hreppstjóri á Suðureyri, og Kristey Hallbjörnsdóttir, f. 22.2. 1905, d. 30.7. 1983, húsfreyja.