Afbrot Hátt í 700 brot voru skráð í málaskrá lögreglunnar í mars.
Afbrot Hátt í 700 brot voru skráð í málaskrá lögreglunnar í mars. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ekki hafa fleiri verið teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna í einum mánuði, og í mars sl., sé miðað við árið 2006 þegar lögum og verklagi lögreglu vegna slíkra brota var breytt.

Jón Birgir Eiríksson

jbe@mbl.is

Ekki hafa fleiri verið teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna í einum mánuði, og í mars sl., sé miðað við árið 2006 þegar lögum og verklagi lögreglu vegna slíkra brota var breytt. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglustjórarns á höfuðborgarsvæðinu. Brotin voru 186 talsins í mars og hefur fjölgað um 47% það sem af er ári samanborið við meðaltal á sama tímabili síðustu þrjú ár.

687 hegningarlagabrot voru skráð hjá lögreglu í mars. Tilkynntum ofbeldisbrotum fækkar mjög og 15% sé miðað við sama tímabil síðustu þrjú ár á undan. Voru þau 83 í mars. 65 tilkynningar bárust um innbrot. 9% færri tilkynningar um innbrot hafa borist á árinu miðað við sama tímabil síðustu þrjú ár á undan.

Um 10% færri tilkynningar um heimilisofbeldi hafa borist lögreglu á árinu að meðaltali miðað við sama tímabil síðustu þrjú ár á undan. 44 slíkar tilkynningar bárust í mars. Í síðasta mánuði voru 145 fíkniefnabort skráð á höfuðborgarsvæðinu, þar af fimm stórfelld. Brotin eru álíka mörg og skráð voru að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár.