Margeir Dire
Margeir Dire
Listamaðurinn Margeir Dire lést 30. mars í Berlín, þar sem hann var búsettur. „Við tekur erfiður tími hjá fjölskyldu Margeirs, bæði að takast á við sorgina og missinn, en á sama tíma fylgir því mikill kostnaður að flytja hann heim og halda útför.
Listamaðurinn Margeir Dire lést 30. mars í Berlín, þar sem hann var búsettur. „Við tekur erfiður tími hjá fjölskyldu Margeirs, bæði að takast á við sorgina og missinn, en á sama tíma fylgir því mikill kostnaður að flytja hann heim og halda útför. Af þessum sökum hafa nokkrir norðlenskir myndlistarmenn tekið höndum saman og efnt til listaverkauppboðs fjölskyldunni til stuðnings. Verkin verða sýnileg fram að uppboði í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu og á fésbókarsíðu uppboðsins, á síðu Kaktus,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að hægt verði að bjóða í verkin á síðunni fram að uppboði sem og á uppboðinu sem haldið verður í Kaktus, Strandgötu 11b, laugardaginn 20. apríl kl. 14.