Listamaður Unnar Örn J. Auðarson.
Listamaður Unnar Örn J. Auðarson.
Sjöunda árið í röð verður efnt til menningarveislu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði um páskahelgina. Unnar Örn J. Auðarson opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu, föstudaginn langa kl. 12.

Sjöunda árið í röð verður efnt til menningarveislu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði um páskahelgina. Unnar Örn J. Auðarson opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu, föstudaginn langa kl. 12. Klukkan 15 sama dag hefst Gjörningadagskrá þar sem fram koma Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, Styrmir Örn Guðmundsson og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir.

Laugardaginn 20. apríl kl. 17 verða haldnir tónleikar þar sem þrjú tónskáld koma fram með eigið efni og fjórði tónlistamaðurinn aðstoðar við flutning. Tónskáldin eru Þórir Hermann Óskarsson píanóleikari, Daníel Sigurðsson trompetleikari og Daníel Helgason gítarleikari, en auk þess kemur fram Snorri Skúlason kontrabassaleikari.