Spennandi Jón Axel Guðmundsson verður í nýliðavali NBA í júní.
Spennandi Jón Axel Guðmundsson verður í nýliðavali NBA í júní. — AFP
Körfuknattleiksmaðurinn Jón Axel Guðmundsson hefur tekið þá ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína og þjálfara að reyna að komast inn í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar en frá þessu greindi hann á Instagram-síðu sinni í gær.

Körfuknattleiksmaðurinn Jón Axel Guðmundsson hefur tekið þá ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína og þjálfara að reyna að komast inn í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar en frá þessu greindi hann á Instagram-síðu sinni í gær. Jón Axel hefur átt sérlega góðu gengi að fagna með Davidson-háskólanum þar sem hann skoraði 16,9 stig að meðaltali í vetur, tók 7,3 fráköst og gaf 4,8 stoðsendingar. Á dögunum var greint frá því að Jón Axel hefði verið tilnefndur fyrir góða frammistöðu í efstu deild bandaríska háskólakörfuboltans en hann var valinn besti leikmaðurinn í sinni deild, Atlantic 10. Nýliðavalið fer fram í Brooklyn 20. júní í sumar.

gummih@mbl.is