Brotum er tengjast ofbeldi gegn lögreglumanni fjölgar mikið í mars borið saman við meðaltal síðustu sex mánaða og síðustu 12 mánaða. Ofbeldisbrotum fer almennt fækkandi, en þau voru 83 í mars miðað við 116 sama mánuð í fyrra.

Brotum er tengjast ofbeldi gegn lögreglumanni fjölgar mikið í mars borið saman við meðaltal síðustu sex mánaða og síðustu 12 mánaða. Ofbeldisbrotum fer almennt fækkandi, en þau voru 83 í mars miðað við 116 sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð.

Fíkniefnabrotum fjölgar mikið ef mars er borinn saman við meðaltal síðustu sex mánaða, en þá er fjölgun slíkra brota 21%. Fjölgunin er þó aðeins 5% ef miðað er við meðaltal síðustu 12 mánuði.

Einnig fjölgar umferðarlagabrotum, en 2.886 slík brot hafa verið framin það sem af er ári borið saman við 2.424 brot á sama tímabili í fyrra. Einnig er mikil fjölgun tilfelli þar sem um er að ræða akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og ölvun við akstur.

Heimilisofbeldismálum fækkar hjá lögreglunni samkvæmt tölfræðinni og hafa þær tilkynningar ekki verið færri í þrjú ár. Fækkar slíkum tilvikum í marsmánuði um 20% miðað við síðustu sex mánuði og síðustu 12 mánuði.

Breyting á fjölda kynferðisbrotamála eru innan marka.