9 til 12 Kristín Sif Kristín vaknar með hlustendum á skírdagsmorgni með léttu spjalli og góðri tónlist. Páskaeggjaleit K100 verða gerð skil en hún fer fram í Hádegismóum milli 10 og 12.

9 til 12 Kristín Sif

Kristín vaknar með hlustendum á skírdagsmorgni með léttu spjalli og góðri tónlist. Páskaeggjaleit K100 verða gerð skil en hún fer fram í Hádegismóum milli 10 og 12.

12 til 16 Stefán Valmundarson

Stefán spilar góða tónlist fyrir hlustendur K100.

16 til 18 Lög lífsins með Sigga Gunnars (fyrri hluti)

Siggi Gunnars rifjar upp fjölda viðtala sem hann hefur tekið í dagskrárliðnum Lög lífsins. Þekktir einstaklingar koma í heimsókn, velja uppáhalds lögin sín og segja sögur af lífi sínu og lögunum sem þeir velja. Meðal gesta í þessum þætti eru leikarinn Björgvin Franz, tónlistarkonan Svala Björgvins og samfélagsmiðlastjarnan Eva Ruza.

18 til 22 Andri Gíslason

Andri er „nýja barnið í blokkinni“ og stígur hann sín fyrstu skref í útvarpi á K100 um páskana. Andri spilar bestu tónlistina og spjallar við hlustendur.