Undirritun Samkomulag um launaþróunartryggingu til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga var undirritað í gær. Gildir hún afturvirkt frá 1. janúar sl.
Undirritun Samkomulag um launaþróunartryggingu til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga var undirritað í gær. Gildir hún afturvirkt frá 1. janúar sl. — Ljósmynd/ASÍ
Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Samkomulag um launaþróunartryggingu til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga var undirritað í gær að því er fram kemur í tilkynningu frá ASÍ.

Jón Birgir Eiríksson

jbe@mbl.is

Samkomulag um launaþróunartryggingu til starfsmanna ríkis og sveitarfélaga var undirritað í gær að því er fram kemur í tilkynningu frá ASÍ. „Laun félagsmanna í aðildarfélögum ASÍ sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1,7 prósent að meðaltali vegna samkomulagsins og laun félaga ASÍ sem starfa hjá ríkinu um 0,4 prósent að meðaltali,“ segir í tilkynningunni, en launaþróunartryggingin er afturvirk og gildir frá 1. janúar 2019.

Samkomulagið er á grunni rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá október 2015, en í því er kveðið á um að launaþróun þeirra sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum verði ekki lakari en á almennum vinnumarkaði. Horft er til þróunar launa á almenna markaðnum annars vegar og hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum hins vegar á tímabilinu nóvember 2013 til nóvember 2018. Aðild að samkomulaginu eiga íslenska ríkið Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, ASÍ, BSRB og Samtök atvinnulífsins.