Ármann Kr. Ólafsson
Ármann Kr. Ólafsson
Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam 1,3 milljörðum króna árið 2018 en gert hafði verið ráð fyrir 798 milljónum í fjárhagsáætlun með viðauka.
Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam 1,3 milljörðum króna árið 2018 en gert hafði verið ráð fyrir 798 milljónum í fjárhagsáætlun með viðauka. „Afkoma bæjarins er helmingi betri en við höfðum reiknað með sem sýnir enn og aftur hversu sterkur rekstur bæjarins er,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, í tilkynningu. Segir hann niðurstöðuna einkar ánægjulega þar sem fasteignaskattar og gjöld hafi verið lækkuð á íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Þá sé útsvar undir lögbundnu hámarki og gjaldskrár hafi ekki verið hækkaðar í samræmi við kostnaðarhækkanir.