Þórir Hergeirsson
Þórir Hergeirsson
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur stýrt norska kvennalandsliðinu í handknattleik undanfarin tíu ár og nú bendir allt til þess að hann skrifi undir nýjan fjögurra ára samning við norska handknattleikssambandið.

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur stýrt norska kvennalandsliðinu í handknattleik undanfarin tíu ár og nú bendir allt til þess að hann skrifi undir nýjan fjögurra ára samning við norska handknattleikssambandið.

„Ég er mjög áhugasamur um að halda áfram,“ sagði Þórir í viðtali við norska blaðið Verdens Gang í gær en áður en hann varð aðalþjálfari var hann aðstoðarmaður Marit Breivik með liðið í átta ár. Núgildandi samningur hans gildir til áramóta 2020-21 en skrifi hann undir nýjan samning mun hann gilda fram yfir Ólympíuleikana í París 2024.

Undir stjórn Þóris hefur norska kvennalandsliðið unnið til níu verðlauna á ellefu stórmótum og þar af hafa Norðmenn unnið þrjá Evrópumeistaratitla, tvo heimsmeistaratitla og ólympíumeistaratitilinn einu sinni. Á Evrópumótinu sem haldið var í Frakklandi í desember höfnuðu Norðmenn í fimmta sæti eftir að hafa fengið silfurverðlaunin á HM árið á undan. gummih@mbl.is