Börn Lögregla leitar færri nú en í ár.
Börn Lögregla leitar færri nú en í ár.
Færri leitarbeiðnir vegna týndra barna hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í ár en á sama tíma í fyrra. Það sem af er þessu ári eru beiðnirnar orðnar 65 talsins og varða þær 30 börn, en nokkuð er um að sama barnsins sé leitað oft.

Færri leitarbeiðnir vegna týndra barna hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í ár en á sama tíma í fyrra. Það sem af er þessu ári eru beiðnirnar orðnar 65 talsins og varða þær 30 börn, en nokkuð er um að sama barnsins sé leitað oft.

Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sinnir þessu verkefni. Hann segir að fimm af þessum 30 börnum sprauti sig með fíkniefnum, eitt þeirra hafi gert það frá 13 ára aldri. Hann óskar eftir fjölbreyttari úrræðum. 6