Arnar Þór Jónsson
Arnar Þór Jónsson
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari var í viðtali í þættinum Sprengisandi á sunnudag og ræddi þar afstöðu sína til nýlegs dóms Mannréttindadómstólsins um Landsréttarmálið.

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari var í viðtali í þættinum Sprengisandi á sunnudag og ræddi þar afstöðu sína til nýlegs dóms Mannréttindadómstólsins um Landsréttarmálið.

Segir hann að Mannréttindadómstóllinn hafi með dómi sínum gengið of nærri fullveldi Íslands og að svo virðist sem afstaða til stöðu dómstóla annars staðar í Evrópu hafi orðið til þess að Ísland hafi fengið á sig ranglátan dóm.

Þá vék hann að þriðja orkupakkanum og sagði þessi mál geta tengst: „Þau geta tengst í gegnum það að spurningin verður áfram um fullveldi Íslands og þeir sem vilja klappa fyrir Mannréttindadómstólnum og aðferðafræði hans ættu þá að vera tilbúnir til að horfa í spegilinn gagnvart því, þegar evrópskir dómstólar í fyllingu tímans munu fara að taka ákvarðanir um innri málefni Íslands þegar kemur að raforku og útflutningi á raforku. Því að eins og þetta mál er sett upp, og menn geta lesið grein Ögmundar Jónassonar í Morgunblaðinu í dag um það, þá er þetta bara að sigla inn í það að það er verið að svipta Íslendinga yfirráðum yfir raforku og því hvernig raforku sem verður til hér á landi er ráðstafað. Svo að við þurfum í staðinn fyrir að vera alltaf að ræða um persónur eða afmörkuð tilvik og undantekningar – við verðum að geta rætt um þetta út frá meginreglu.“

Það hefur borið á því í umræðunni að þessum staðreyndum sem dómarinn nefnir sé hafnað sem fjarstæðu. Er ekki tími til kominn að hætta því?