Erlendur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum til landsins í byrjun þessa árs. Ákæra á hendur manninum, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá því um miðjan mars, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Erlendur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að smygla sjö venesúelskum ríkisborgurum til landsins í byrjun þessa árs. Ákæra á hendur manninum, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá því um miðjan mars, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum sem staðfestur var á föstudag er manninum gefið að sök að hafa staðið að skipulagðri starfsemi við að aðstoða útlendinga til að koma ólöglega hingað til lands. Brotin sem maðurinn er grunaður um að hafa framið eða tekið þátt í að fremja varða allt að sex ára fangelsi.