Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Staðan kom upp á hraðskákmótinu Hörpu Blitz sem fór fram á laugardag og var einn hliðaratburða GAMMA Reykjavíkurskákmótsins. Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2.433) hafði hvítt gegn slóvensku skákkonunni Teju Vidic (2.102) . 28. e5! Rd5?
Staðan kom upp á hraðskákmótinu Hörpu Blitz sem fór fram á laugardag og var einn hliðaratburða GAMMA Reykjavíkurskákmótsins. Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2.433) hafði hvítt gegn slóvensku skákkonunni Teju Vidic (2.102) . 28. e5! Rd5? svartur hefði einnig orðið mát eftir 28....Dd5 29. exf6 Hb3? 30. Dxf8+! Kxf8 31. Hc8+. Enn fremur hefði staða svarts orðið erfið eftir 28....h6 29. exf6 gxf6 30. Hd7. Eftir textaleikinn mátar hvítur með laglegri drottningarfórn. 29. Dxf7+! Hxf7 30. Hc8+ Hf8 31. Hcxf8 mát. Stórmeistarinn Gawain Jones (2.698) varð efstur á hraðskákmótinu með 7½ vinning af níu mögulegum. Í aðalmótinu deildu átta stórmeistarar efsta sætinu með sjö vinninga af níu mögulegum en eftir stigaútreikning stóð rúmenski stórmeistarinn Constantin Lupulescu (2.634) uppi sem sigurvegari mótsins.