Þrír dagar Hildigunnur Birgisdóttir er einn sýnenda á stefnumóti Harbingers.
Þrír dagar Hildigunnur Birgisdóttir er einn sýnenda á stefnumóti Harbingers.
Myndlistarviðburður sem nefnist Networking and Chilling hóf göngu sína í Harbinger á Freyjugötu 1 í gær. Hann samanstendur af 12 sýningum og viðburðum eftir 12 mismunandi myndlistarmenn, sem alls standa yfir í einn mánuð.
Myndlistarviðburður sem nefnist Networking and Chilling hóf göngu sína í Harbinger á Freyjugötu 1 í gær. Hann samanstendur af 12 sýningum og viðburðum eftir 12 mismunandi myndlistarmenn, sem alls standa yfir í einn mánuð. „Networking and Chilling er nokkurskonar raðstefnumót listamanna við rýmið. Sýningarröðin er með óhefðbundnu sniði þar sem hver listamaður fær aðeins einn dag til að sýna í rýminu. Á þriggja daga fresti verður ný sýning opnuð en hver listamaður ræður opnunartímanum, einn listamannanna ætlar t.d. einungis að hafa rýmið opið í 45 mínútur! Listamönnunum eru ekki sett neinar skorður um það sem á sér stað í rýminu á sýningardag. Það eina sem bindur sýningarnar saman er orðalisti með um 100 tilviljunarkenndum hlutum sem listamennirnir voru beðnir um að nota, einn eða fleiri, í sýningunni. Þar koma m.a. við sögu töfrasprotar, borðspil og vígt vatn!“ segir í tilkynningu. Allar nánari upplýsingar um sýningardaga og þátttakendur má nálgast á Facebook-síðu Harbingers.