Öfugsnúið. S-Enginn Norður &spade;ÁK986 &heart;1062 ⋄8742 &klubs;6 Vestur Austur &spade;543 &spade;2 &heart;KG3 &heart;D987 ⋄ÁG3 ⋄K1096 &klubs;D854 &klubs;KG92 Suður &spade;DG107 &heart;Á54 ⋄D5 &klubs;Á1073 Suður spilar 3&spade;.

Öfugsnúið. S-Enginn

Norður
ÁK986
1062
8742
6

Vestur Austur
543 2
KG3 D987
ÁG3 K1096
D854 KG92

Suður
DG107
Á54
D5
Á1073

Suður spilar 3.

Megingallinn við hið tilþrifamikla heiti „öfugur blindur“ er sá að það lýsir fyrirbærinu illa – er ónákvæmt. Því er slegið föstu að heimahöndin sé ráðandi (lengri) og hafi þess vegna það hlutverk að aftrompa vörnina. Það er vissulega algengt, en ekki algilt. Stundum er blindur lengri í trompi og ætti samkvæmt því að sjá um aftrompun. Þegar það svo snýst við er blindur sannarlega í sínu rétta hlutverki og það er frekar sagnhafi sem er „öfugur“.

Suður opnar á veiku grandi og tuddast síðan í 3 á móti yfirfærslu. Norður lætur gott heita og útspilið er tromp. Eftir þessa byrjun næst ekki að trompa tvo tígla heima – vestur mun nota hvert tækifæri til að trompa út. En í staðinn má búa til tvo nýja slagi með því að stinga lauf þrisvar í borði. Til þess er nægur samgangur og þannig fær sagnhafi sjö slagi á tromp með „öfugum sagnhafa“ – eða bara „trompvendingu“.