Eftirsóttur Nikolai Lugansky við flygilinn á æfingu í Hörpu í gær.
Eftirsóttur Nikolai Lugansky við flygilinn á æfingu í Hörpu í gær. — Morgunblaðið/Hari
Rússneski píanóleikarinn Nikolai Lugansky leikur píanókonsert eftir Edvard Grieg á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn norska stjórnandans Eivinds Aadland.

Rússneski píanóleikarinn Nikolai Lugansky leikur píanókonsert eftir Edvard Grieg á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn norska stjórnandans Eivinds Aadland. Á efnisskránni eru einnig forleikurinn úr óperunni Á valdi örlaganna eftir Giuseppe Verdi og ballettsvítur úr Rómeó og Júlíu eftir Sergei Prokofíev.

„Lugansky vakti gífurlega hrifningu haustið 2016 þegar hann lék þriðja píanókonsert Rakhmanínovs í Eldborg. Hann snýr nú aftur til Íslands og leikur hinn sívinsæla píanókonsert Griegs, þar sem tónskáldið sameinar í stóru formi blæbrigði norskra þjóðlaga og tónsmíðahefð þýskrar rómantíkur. Konsertinn varð umsvifalaust einn sá vinsælasti sem um getur. Þegar Franz Liszt hafði leikið hann í návist tónskáldsins árið 1870 er sagt að píanistinn frægi hafi hrópað upp yfir sig: „Haltu áfram að semja, í Guðs bænum! Þú hefur það sem til þarf!“ Að vanda hefst tónleikakynning í Hörpuhorni kl. 18.