[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Sveindís Jane Jónsdóttir , lykilleikmaður nýliða Keflavíkur í Pepsi Max-deildinni í knattspyrnu, vankaðist undir lok leiksins gegn ÍBV í fyrrakvöld. „Aukaspyrna var dæmd undir lokin og boltinn fór beint í hnakkann á henni.

* Sveindís Jane Jónsdóttir , lykilleikmaður nýliða Keflavíkur í Pepsi Max-deildinni í knattspyrnu, vankaðist undir lok leiksins gegn ÍBV í fyrrakvöld. „Aukaspyrna var dæmd undir lokin og boltinn fór beint í hnakkann á henni. Hún riðaði öll til þegar hún gekk út af vellinum. Hún vankaðist og fann til ógleði. Það verður að fara varlega í sakirnar í svona höfuðmeiðslum og mér finnst ekki líklegt að hún verði með okkur í leiknum á móti Breiðabliki á mánudaginn,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson , þjálfari Keflavíkur, við mbl.is.

* María Þórisdóttir lék á mánudag sinn fyrsta leik síðan í október þegar hún lék með Chelsea í 8:0 sigri liðsins á móti Yeovil. Hún hefur glímt við höfuðmeiðsli. Þrátt fyrir meiðslin var María, sem er dóttir Þóris Hergeirssonar þjálfara kvennalandsliðs Noregs í handbolta, nýverið valin í norska landsliðshópinn sem leikur á HM í Frakklandi í júní.

*Körfuknattleiksmaðurinn Kristinn Pálsson hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og gildir samningur út leiktíðina 2019-20. Kristinn er 21 árs gamall og var með 6 stig, 3,6 fráköst og 1,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur. Njarðvíkingar hafa þegar framlengt samninga við Jón Arnór Sverrisson , Loga Gunnarsson og Maciek Baginski .