[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Benedikt Guðmundsson hefur valið æfingahóp kvennalandsliðsins í körfubolta sem kominn er saman til undirbúnings fyrir Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní.

* Benedikt Guðmundsson hefur valið æfingahóp kvennalandsliðsins í körfubolta sem kominn er saman til undirbúnings fyrir Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní. Um er að ræða fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Benedikts sem valdi 26 manna hóp sem sjá má á mbl.is. Fimm leikmenn gátu ekki gefið kost á sér en það eru þær Birna V. Benónýsdóttir úr Keflavík, Guðbjörg Sverrisdóttir úr Val, Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Ragnheiður Benónísdóttir úr Stjörnunni, og Unnur Tara Jónsdóttir úr KR.

*Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Hammarby hyggjast reyna hvað þeir geta að halda landsliðsframherjanum Viðari Erni Kjartanssyni í sínum röðum lengur en sem nemur lánssamningnum við rússneska félagið Rostov sem rennur út um miðjan júlí. Hammarby á betri möguleika á að halda Viðari nú þegar félagið hefur selt hinn 18 ára gamla miðvörð Kossounou Odilon fyrir metupphæð til Club Brugge í Belgíu, en Hammarby fær á bilinu 380-510 milljónir íslenskra króna vegna sölunnar. „Við munum alla vega reyna,“ sagði Jesper Jansson , yfirmaður íþróttamála hjá Hammarby, aðspurður hvort félagið gæti nú haldið Viðari. Viðar hefur skorað 3 mörk í fyrstu 7 leikjum tímabilsins í Svíþjóð.