Orðasambandið (það er) útséð um e-ð er stundum misskilið. Útséð þýðir örvænt , þ.e. útilokað, vonlaust .
Orðasambandið (það er) útséð um e-ð er stundum misskilið. Útséð þýðir örvænt , þ.e. útilokað, vonlaust . Með neitun snýst tilætluð merking við: „Það er útséð um að ekki verði af þessu“ þýðir því „Það er útilokað ekki verði af þessu“ eða með öðrum orðum: Það verður örugglega af þessu !