Þrenna Lucas Moura hafði ástæðu til að fagna í Amsterdam í gær.
Þrenna Lucas Moura hafði ástæðu til að fagna í Amsterdam í gær. — AFP
Tottenham Hotspur mætir Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir ævintýralega atburðarás í Amsterdam í gærkvöldi. Tottenham leikur til úrslita í keppninni í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Tottenham Hotspur mætir Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir ævintýralega atburðarás í Amsterdam í gærkvöldi. Tottenham leikur til úrslita í keppninni í fyrsta skipti í sögu félagsins. Tottenham sigraði Ajax 3:2 eftir að Ajax komst í 2:0 og fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Villtustu draumar stuðningsmanna Tottenham rættust í gær rétt eins og villtustu draumar stuðningsmanna Liverpool rættust á þriðjudagskvöldið. Tottenham þurfti að skora alla vega þrjú mörk í síðari hálfleik í gær og gerði það. Brasilíumaðurinn Lucas Moura sá reyndar alfarið um það með mörkum á 55., 59. og þegar fimm mínútur voru liðnar af uppbótartíma. Matthijs de Ligt og Hakim Ziyech skoruðu mörkin fyrir Ajax á 5. og 36. mínútu.

Eftir fyrri leikina benti margt til þess að Ajax-Barcelona yrði úrslitaleikurinn en þess í stað verður það Tottenham-Liverpool.