Óhapp? Keith Flint fannst hengdur á heimili sínu og dárnardómstjóri útilokar ekki að um óhapp hafi verið að ræða.
Óhapp? Keith Flint fannst hengdur á heimili sínu og dárnardómstjóri útilokar ekki að um óhapp hafi verið að ræða. — AFP
Keith Flint, söngvari The Prodigy sem fannst látinn 4. mars síðastliðinn, hafði neytt kókaíns, áfengis og kódeins áður en hann lést, að því er dagblaðið Guardian greinir frá.

Keith Flint, söngvari The Prodigy sem fannst látinn 4. mars síðastliðinn, hafði neytt kókaíns, áfengis og kódeins áður en hann lést, að því er dagblaðið Guardian greinir frá. Segir í frétt blaðsins að ekki séu næg sönnunargögn fyrir því að Flint hafi svipt sig lífi en hann fannst hengdur á heimili sínu.

Blaðið hefur eftir dánardómstjóra að mögulega hafi Flint verið að fíflast og að þau fíflalæti hafi endað með hörmungum, þ.e. andláti hans.

Flint öðlaðist frægð með The Prodigy á tíunda áratugnum og var hljómsveitin með vinsælustu raftónlistarsveitum þess tíma.