Árleg sala Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur á mæðrablóminu hófst í gær í Veröld – húsi Vigdísar. Allur ágóði af sölu blómsins, sem í ár er í formi leyniskilaboðakertis, rennur til menntunarsjóðs nefndarinnar sem styrkir tekjulágar konur til mennta.

Árleg sala Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur á mæðrablóminu hófst í gær í Veröld – húsi Vigdísar. Allur ágóði af sölu blómsins, sem í ár er í formi leyniskilaboðakertis, rennur til menntunarsjóðs nefndarinnar sem styrkir tekjulágar konur til mennta. Í ár leggja þrjár konur átakinu lið; frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands, frú Eliza Reid forsetafrú og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, en hver þeirra valdi sín leyniskilaboð í kertin.

Leyniskilaboðakertið, sem Þórunn Árnadóttir hannaði, er í postulínsskál og þegar kveikt er á því og vaxið bráðnar koma skilaboðin á botni skálarinnar smátt og smátt í ljós.

Markmið menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er að efla styrkþega með menntun og auka þannig möguleika þeirra á að finna góð störf. Frá því að sjóðurinn var stofnaður árið 2012 hafa verið veittir yfir 200 styrkir til kvenna sem hafa nýtt þá til að afla sér menntunar.