Skalli Andrea Mist Pálsdóttir var áberandi í leik Þórs/KA og Fylkis í gær þar sem Akureyringar fögnuðu sigri.
Skalli Andrea Mist Pálsdóttir var áberandi í leik Þórs/KA og Fylkis í gær þar sem Akureyringar fögnuðu sigri. — Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
AKUREYRI/VESTURBÆR Einar Sigtryggsson Edda Garðarsdóttir Þór/KA og Fylkir mættust í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Leikurinn var í 2. umferð og spilaður á Þórsvellinum á Akureyri.

AKUREYRI/VESTURBÆR

Einar Sigtryggsson

Edda Garðarsdóttir

Þór/KA og Fylkir mættust í Pepsi Max-deild kvenna í gær. Leikurinn var í 2. umferð og spilaður á Þórsvellinum á Akureyri. Heimakonur í Þór/KA voru stigalausar fyrir leik en þær innbyrtu góðan 2:0-sigur eftir markalausan fyrri hálfleik.

Ekki var mikið að frétta af sóknarleik lengi vel og fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik. Stephany Mayor og Andrea Mist Pálsdóttir skoruðu mörk Þórs/KA í hvorum enda seinni hálfleiksins.

Stephany hefði átt að skora fleiri mörk en henni voru mislagðir fætur í öll þau skipti sem hún komst ein í gegnum vörn Fylkis. Þetta er ný hlið sem Stephany hefur ekki sýnt til þessa. Andrea Mist var mjög spræk á miðjunni en hún gerði allt of mikið af því að reyna skot lengst utan af velli. Andrea kemur greinilega mjög tilbúin til leiks í Pepsi Max-deildinni eftir að hafa spilað nokkra mánuði í Austurríki.

Fylkisliðið lítur nokkuð vel út miðað við þennan leik. Árbæingar höfðu í fullu tré við heimaliðið og fengu sín upphlaup og færi. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var örugg í vítateignum og greip vel inn í fyrirgjafir. Stefanía Ragnarsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir voru skæðar fram á við og vörnin virkaði traust lengi vel. Það var ekki fyrr en á lokakaflanum sem vörnin opnaðist óþægilega mikið en Þór/KA nýtti sér það aðeins einu sinni.

Lið Akureyringa virkar eilítið ryðgað sem verður að teljast eðlilegt þar sem leikmenn eru rétt að koma saman fyrst núna. Hollendingurinn Iris Anchterhof byrjaði sinn fyrsta leik og virkaði ágætlega. Hún á eflaust eftir að nýtast liðinu betur í næstu leikjum.

Margrét og Elín sáu um KR

Valskonur unnu öruggan sigur á KR í Vesturbænum, eins og búast mátti við. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks sem var afar fjörugur en Valskonur hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum fyrir hlé. Þær gerðu það hins vegar ekki fyrr en tæpar tíu mínútur voru til leiksloka þegar Elín Metta Jensen setti boltann í netið eftir þrumuskot Fanndísar Friðriksdóttur. Margrét skoraði svo úr víti sem Elín Metta fiskaði, framhjá Agnesi Þóru Árnadóttur sem tók fram markmannshanskana og stóð í marki KR í leiknum.

ÞÓR/KA – FYLKIR 2:0 KR – VALUR 0:3

Þór/KA – Fylkir 2:0

1:0 Stephany Mayor 46.

2:0 Andrea Mist Pálsdóttir 89.

Gul spjöld

Engin.

Rauð spjöld

Engin.

M

Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir

(Þór/KA)

Bianca Sierra (Þór/KA)

Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)

Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Fylki)

Stefanía Ragnarsdóttir (Fylki)

Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki)

Dómari:

Gunnar Oddur Hafliðas., 6.

KR – Valur 0:3

0:1 Margrét Lára Viðarsdóttir 22.

0:2 Elín Metta Jensen 81.

0:3 Margrét Lára Viðarsd. 83. (víti)

Gul spjöld

Elísa Viðarsdóttir (Val)

Rauð spjöld

Engin.

MMM

Engin.

MM

Elín Metta Jensen (Val)

M

Ingunn Haraldsdóttir (KR)

Margrét Lára Viðarsdóttir (Val)

Dóra María Lárusdóttir (Val)

Dómari:

Helgi Ólafsson, 7.