Margrét Jónsdóttir listmálari opnar sýninguna Myndbirting þjáningarinnar í SÍM-Salnum, Hafnarstræti 16, í dag kl. 14.
Margrét Jónsdóttir listmálari opnar sýninguna Myndbirting þjáningarinnar í SÍM-Salnum, Hafnarstræti 16, í dag kl. 14. Á sýningunni má sjá málverk á pappír, unnin út frá upplifun við að eldast og slitna sem kona í íslensku menningarumhverfi, eins og því er lýst í tilkynningu, en Margrét hefur unnið að listsköpun í tæp 50 ár og stundað kennslu í 27 ár bæði við framhaldsskóla, grunnskóla og Myndlistarskóla Kópavogs, unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu.