Hatari Höfðar meira til ungra.
Hatari Höfðar meira til ungra.
Þeir sem kjósa Miðflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa minnsta trú á framlagi Íslands, Hatara, í Eurovision í ár. Fjórðungur landsmanna telur að íslenska lagið verði í einum af fimm efstu sætunum í keppninni. Álíka margir spá því að lagið verði í 6.

Þeir sem kjósa Miðflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa minnsta trú á framlagi Íslands, Hatara, í Eurovision í ár. Fjórðungur landsmanna telur að íslenska lagið verði í einum af fimm efstu sætunum í keppninni. Álíka margir spá því að lagið verði í 6. – 10. sæti og 80% spá því að lagið komist áfram á lokakvöld keppninnar. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar MMR á því hvert landsmenn spá að gengi Íslands verði í Eurovision í ár.

Meðal annarra niðurstaðna var að jákvæðni gagnvart gengi Íslands í keppninni er mest hjá yngri aldurshópum, en 64% svarenda á aldrinum 18-29 ára spáðu íslenska laginu einu af tíu efstu sætunum, en 25% þeirra sem eru 68 ára og eldri.

Stuðningsfólk Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar reyndist líklegra en annarra flokka til að hafa trú á íslenska laginu.